Upphafið
Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum
í september 1972 af hjónunum
Þráni Skarphéðinssyni og Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang. Til gamans má geta þess að fyrst um sinn var prentsmiðjan til húsa í einföldum bílskúr. Þar var ekki sími og bárust verkbeiðnir því ýmist bréfleiðis eða á staðnum. Reyndar var það ósjaldan þannig að "prentarinn" var gripinn á förnum vegi og beðinn fyrir verkefnum. Þörfin fyrir þessa þjónustu var til staðar og jókust umsvifin því jafnt og þétt.
Það er leitun að iðngrein sem hefur gengið í gegnum aðra eins tæknibyltingu og prentun síðastliðin 40 ár. Frá upphafi gerðu eigendur sér það ljóst að mikilvægt væri að tileinka sér nýjungar ef fyrirtækið ætti að halda velli. Það eru því ófá tækin og tólin sem hafa á einhverjum tímapunkti þótt þau allra flottustu og bestu í geiranum en hafa nú runnið sitt skeið. Þó er ein vél sem hefur alltaf fylgt fyrirtækinu og er það fyrsta trukkvélin sem ævintýrið byrjaði með. Blýletrið er einnig varðveitt, til minningar um gamla tíma.
Frá upphafi hefur metnaður fyrirtækisins
legið í fagmennsku og vönduðum vinnu-
brögðum á öllum sviðum framleiðslunnar.
Ekki bara prentsmiðja
Auk þess að bjóða upp á alla almenna prentþjónustu, hönnun og pappírssölu gefur Héraðsprent út Dagskrána á Austurlandi og Kompás.
Dagskráin er vikulegt auglýsingablað með sjónvarpsdagskrám, serm dreift er frítt á öll heimili á Austurlandi.
Kompás er fríblað sem kemur út árlega í upphafi ferðamannatímabilsins. Blaðið er bæði á íslensku og ensku. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um Austurland auk þjónustuauglýsinga.
Logo/vörumerkja hönnun
Hvað er logo/firmamerki? Logo er grafískt tákn/letur sem verður andlit þess fyrirtækis sem það er gert fyrir. Einföld, táknræn, kraftmikil og tímalaus logo skila bestum árangri.
Logo þarf að samsvara rekstri fyrirtækisins. Litir eru táknrænir og skiptir því miklu máli hvaða litir verða fyrir valinu. Letur er ekki bara letur. Leturtegundir gefa frá sér ákveðið viðmót og eru því stór þáttur í að skapa þann karakter sem er í smíðum. Það er því að mörgu að huga, auk þess sem mikilvægt er að vinna logo í vektora formati svo einfalt sé að stækka það og minnka, prenta út, skera út úr filmu eða setja á fatnað.
Bæklingar, dreifibréf, pappírar
Útlit prentgagna er ekki síður mikilvægt en innihladið. Það er því ekki vitlaust að leita sér aðstoðar þegar kemur að gerð kynningar-
efnis fyrir fyrirtæki, hvort sem um er að ræða einfalt dreifibréf eða stærri verk.
Það er stílhreint að vera með samræmt útlit á almennum pappírum fyrirtækisins. Reikningar, umslög, bréfsefni, nafnspjöld og önnur gögn sem fyrirtæki sendir frá sér verða sendiherra hans út á við. Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið ferli að koma þínum pappírum í réttan farveg. Rétti tíminn er núna, hafðu samband og við aðstoðum með glöðu geði.
Auglýsingagerð
Ef þú ert að fara af stað með auglýsinga-
herferð borgar sig að leggja vinnu í útlit og innihald auglýsinganna til þess að ná sem bestum árangri. Hönnum auglýsingar í prentmiðla jafnt sem vefmiðla. Aðstoðum einnig við gerð auglýsingaplans.
Prentun
Eickhoff hæðarprentvél
Fyrsta prentvél fyrirtækisins er ennþá í notkun. Helstu verkefni eru áprentun á bréfpoka, stönsun td. Euroslot göt fyrir vörupakkningar og sérstök verkefni þar sem að leitast er við að ná fram ákveðinni áferð í prentun.
GTO 52
Arkastærð 36x52 cm. Hentar vel í smærri verk svo sem eyðublöð, greiðsluseðla, bréfsefni, umslög, aðgöngumiða o.fl. Hægt er að númera og rifgata um leið.
Heidelberg Speedmaster 74 fjögurra lita - 2016 árgerð
Arkastærð 52x72 cm. Þessi vél fullprentar litaörk í einni umferð (4 liti samtímis). Hægt að lakka verkin líka. Prentar allt að 15.000 arkir á klukkutíma. Frábær í stór litverkefni s.s. bæklinga, ferðakort, tímarit, möppur, bækur, póstkort, geisladiskahulstur o.fl.
Prentlitir og hreinsiefni eru öll úr náttúruefnum og innihalda engin eiturefni eða mengandi efni.
Stafræn prentun
Ricoh Pro C7200sx
Stafræn prentun hentar einstaklega vel fyrir verk sem þarf að afgreiða með stuttum fyrirvara.
Arkastærð 33x70 cm. Hentar vel í litverkefni í litlu upplagi. Einnig er hægt að prenta markpóst með samruna pósttlista og td. boðskorts, með persónulegri áritun á hverju korti. Getum einnig prentað hvítt á litaðan pappír og lakkað verk að hluta eða heild.
Risaprentun og plöstun
Getum prentað stórar teikningar, bannera og annað slíkt. Hámarksbreidd 108 cm og lengd eftir þörfum. Allt frá þunnum pappír upp í fánaefni og striga. Getum einnig plastað verk allt að 61 cm breidd.
Canon IPF 8400S
Prentar á rúllu allt að 108 cm á breidd og lengd eftir þörfum. Hægt að prenta á venjulegan pappír, þykkan mattan pappír, ljósmyndapappír, fánaefni og striga. Hentar einstaklega vel fyrir stórar útprentanir í litlu upplagi svo sem vinnuteikningar, stór plaköt, stórar ljósmyndir o.fl.
Bókband
Heftum, götum, brjótum, fellum, límum, kósum og plastpökkum allt milli himins og jarðar.
Erum vel tækjum búin til að takast á við hin ýmsu frágangsverkefni. Þar má nefna röðunar- og heftiturn sem raðar pappírsörkum saman, brýtur, heftir og sker framan af þannig að úr verður heft bók. Tölvustýrður rafmagnshnífur sem sker pappír með mikilli nákvæmni. Brotvél sem brýtur pappír í hin ýmsu brot svo sem hinn klassíska þríbrotsbækling. Fellingarvél sem skilar fallegu broti í karton. Gormunarvél sem tekur einnig út fyrir lykkju td. fyrir dagatal. Kápulímingarvél sem hentar vel fyrir lokaverkefni og skýrslur. Plasthúðunarvél sem tekur allt að 61 cm breiðu og lengd eftir þörfum. Plastpökkunarvél sem plastpakkar, hentar vel fyrir verk sem eiga að fara í póst eða í endursölu s.s. tímarit, geisladiskar, dagatöl og bækur.
Umhverfisvottun
Árið 2016 hlaut Héraðsprent umhverfisvottunina Svaninn.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína. Velkomin í viðskipti!
Aðilar að rammasamningi Ríkiskaupa
Þann 4. febrúar 2019 varð Héraðsprent aðili að Rammasamningi Ríkiskaupa vegna prentunar á skýrslum og bæklingum.
Við fögnum því að geta nú boðið öllum aðilum samningsins okkar gæðaprentun á góðu verði.
Starfsmenn
Hjá okkur starfa fagmenn sem láta sér annt um verk sín. Markmið okkar er að geta ávallt boðið upp á samkeppnishæfa þjónustu í heimabyggð.
Eigendur og framkvæmdastjórar:
Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir
Senda póst
Senda póst
Hönnunardeildin
Verkbeiðni:
print@heradsprent.is
Starfsmenn:
Hanna Gyða Þráinsdóttir
prentsmiður
Senda póst
Ingunn Anna Þráinsdóttir
grafískur hönnuður
Senda póst
Karl Emil Guðmundsson
hönnun og umbrot
Senda póst
Prentun og bókband
Verkbeiðni:
print@heradsprent.is
Starfsmenn:
Rósmundur Magnússon
prentari
Senda póst